Dalvík/Reynir – Fjarðabyggð

Dalvík/Reynir tekur á móti Fjarðabyggð í 9. umferð 2.deildar karla. Leikið verður í Boganum á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 20:30!

Liðsmenn D/R koma til leiks hungraði í sigur eftir skítt tap fyrir vestan í síðustu umferð. Nokkrir leikmenn liðsins eru að snúa til baka eftir meiðsli og lítur leikmannahópur okkar vel út.

Liðsmenn Fjarðabyggðar eru 2 stigum fyrir ofan Dalvík/Reyni en Fjarðabyggð vann góðan 3-1 sigur á ÍR í síðustu umferð.
Liðið hefur unnið 4 leiki og tapað 4 það sem af er liðið sumri.

Þetta verður því mikill slagur í Boganum á föstudagskvöld og hvetjum við fólk til þess að fjölmenna á völlinn!

ÁFRAM D/R