Dalvík/Reynir í A-deild Kjarnafæðismótsins
Kjarnafæðismótið byrjar að rúlla á sunnudaginn n.k. þegar Þór og KA2 eigast við í Boganum á Akureyri. Mótið í ár hefur aldrei verið stærra en alls taka átján lið þátt í mótinu í þremur deildum.
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands hefur um árabil annast umgjörð mótsins og er mótið fastur liður í undirbúningi liða á norður og austurlandi.
Í ár eru þrettán lið skráð til keppni í karlaflokki, sjö í A deild karla og sex í B deild. Mjög ánægjulegt er að sjá að fimm kvennalið eru skráð til leiks í Kjarnafæðimótinu í ár.
Nokkrir leikir munu fara fram fyrir jól en síðan mun verða leikið þétt í janúar og fram í byrjun febrúar áður en Lengjubikar hefst.
Leikir Dalvíkur/Reynis:
- 15. des sun 13:15 D/R – Þór
- 19. des fim ??:?? D/R – Magni
- 04. jan lau 19:15 D/R – Völs
- 11. jan lau 17:15 D/R – Leiknir F
- 25. jan lau 15:15 D/R – KA
- 02. feb sun 18:15 D/R – KA2
Leikdagar og leiktímar geta breyst
Skipting liðanna niður í deildir er með þessum hætti:
A-deild karla: Dalvík/Reynir, KA, KA2, Leiknir F, Magni, Völsungur, Þór
B-deild karla: KA3, Huginn/Höttur, KF, Samherjar, Tindastóll, Þór2
A-deild kvenna: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, Hamrarnir, Tindastóll, Völsungur, Þór/KA