
Dalvík/Reynir og Þór/KA í samstarf í kvennaboltanum.
Dalvík/Reynir og Þór/KA skrifuðu á dögunum undir samstarfsamning í kvennabolta. Samstarfið verður í 3.flokki og 2.flokki kvenna. Einnig eru meistaraflokksliðin orðinn venslalið, þetta samstarf er mikilvægur liður í uppbyggingu kvennaboltans hjá okkur í Dalvík/Reyni. Þetta gefur okkar stelpum enn meira tækifæri í að geta stundað knattspyrnu undir okkar merkjum án þess að hafa áhyggjur af því að hafa ekki nægan fjölda í lið í þessum flokkum eða fá ekki verkefni við hæfi. Þetta samstarf gefur líka ungum upprennandi leikmönnum úr Þór/KA möguleika á því að fá reynslu af meistaraflokksfótbolta og gera þær því enn betur í stakk búnar til að takast á við þau tækifæri sem þær fá vonandi síðar í meistaraflokki Þórs/KA.
Við í Dalvík/Reyni erum himinlifandi með samstarfið og hvernig það fer af stað og verður mjög spennandi að fylgjast með ungum leikmönnum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki á Dalvíkurvelli í sumar.