Dalvík/Reynir – Víðir G.

Á laugardaginn n.k. (13. júlí) tekur Dalvík/Reynir á móti Víði Garði. Leikurinnn er hluti af 11. umferð 2.deildar karla og þar með síðasti leikur fyrri umferðar.
Leikið verður í Boganum á Akureyri og hefst leikurinn kl 15:00.

Víðis-menn hafa spilað vel í fyrri umferðinni og sitja sem stendur í 6 sæti deildarinnar með 16. stig.
Innan þeirra herbúða má finna leikmenn sem hafa reynslu úr efri deildum en þjálfrar þeirra eru Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson, fyrrum leimenn FH og Keflavíkur.

Okkar menn sitja í 8. sæti með 12 stig og er því ljóst að leikurinn er gífurlega mikilvægur!

Við hvetjum fólk til þess að mæta á völlinn!