Dalvíkurvöllur að klárast
Kæru íbúar Dalvíkurbyggðar og stuðningsmenn félagsins!
Framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll eru langt komnar og komið að opnunarleikjum á vellinum.
Völlurinn verður tekinn í notkun um helgina en yngriflokkar Dalvíkur fá þann heiður að leika fyrsta leikinn á vellinum. Sá leikur fer fram á föstudaginn 26. júní kl. 16:00.
Heilt yfir hefur framkvæmdin sjálf gengið vel. Framkvæmdartíminn dróst aðeins á langinn vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna, en allt gekk upp á endanum og komið að opnunarleik.
Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir að loka frágangur á umhverfi vallarins er ekki búinn og tengivinna í aðstöðuhúsinu er eftir.
Völlurinn er einn glæsilegasti knattspyrnuvöllur landsbyggðarinnar og uppfyllir hann strangar gæðakröfur FIFA. Völlurinn er upphitaður, með vökvunarbúnaði ásamt lýsingu.
Vinna við fjármögnun á lýsingunni er að klárast og má gera ráð fyrir að ljósin verði sett upp með haustinu.
Opinber vígsla á vellinum mun fara fram síðar en við vonum að fólk í Dalvíkurbyggð og stuðningsmenn félagsins muni fjölmenna á opnunarleikinn og fagna þessum áfanga með okkur.
Um framkvæmdina:
Hönnun og ráðgjöf: AVH og VSO
Jarðvinna: Steypustöðin Dalvík
Pípulagnir: Flæði ehf (Magnús M.)
Rafmagn: Electro Co.
Múrverk: Júlíus Viðarsson
Gervigrasið og undirlag: Metatron ehf.
Verkstjórn: Björn Friðþjófsson
Uppsteypa og fl.: Tréverk ehf.