Dragan Stojanovic tekinn við þjálfun D/R

Knattspyrnudeild D/R hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara liðsins, Dragan Kristinn Stojanovic.

Dragan er gífurlega reyndur þjálfari en hann hefur undanfarin ár þjálfað Fjarðabyggð í 2.deild karla.
Á undan því hefur hann þjálfað hjá Þór Akureyri, Völsung, kvennalið ÞórKA og KF.

Dragan, sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu, gerir tveggja ára samning við Dalvík/Reyni.

Við bjóðum Dragan velkominn til leiks og hlökkum til baráttunar í 2.deild

Aðrar fréttir