Elías Franklin skrifar undir samning

Dalvíkingurinn knái, Elías Franklin Róbertsson, hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Dalvíkur.
Samningurinn er til tveggja ára.

Elías, sem er fæddur árið 2003, er uppalinn Dalvíkingur en hefur leikið fyrir 2. og 3. fl KA undanfarin ár.
Í fyrra kom hann inn í æfingahóp meistaraflokks D/R og tók hann þátt í 4 leikjum í 2. deildinni síðasta sumar.

Elías er vinstrifótar sóknarmaður og einn af þeim ungu og efnilegu Dalvíkingum sem munu eflaust láta til sín taka á næstu árum og verður gaman að fylgjast með.

Til hamingju með samninginn Elías!

Mynd: Stefán Garðar og Elías við undirskrift

Aðrar fréttir