Engar æfingar á vegum Knattspyrnudeildar

Engar æfingar verða á vegum Knattspyrnudeildar Dalvíkur, sem og hjá öðrum félögum, á meðan samkomubanni stendur á en þetta varð ljóst í dag með tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

“Af þeim sökum og að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi mælast heilbrigðisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneyti til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur”.

Lesa má tilkynninguna í heild sinni hér

Áfram ætla þjálfarar barna- og unglingaráðs að setja inn heimaæfingar og er í vinnslu tafla fyrir flokkana sem birt verður þegar hún er klár.

Meistaraflokkur félagsins mun einnig stoppa hefðbundnar æfingar í bili.

Stjórn Barna og unglingaráðs
Jóhann Már Kristinsson – Yfirþjálfari
Stjórn Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis
Óskar Bragason – Þjálfari D/R

Aðrar fréttir