Erfitt, skrýtið en lærdómsríkt sumar að baki

Þann 30. okt sl. ákvað stjórn KSÍ að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ árið 2020 þrátt fyrir að nokkrum leikjum væri ólokið. Ljóst var að ákvörðunin var snúin og erfið og ekki allir á eitt sáttir.

Með þessari ákvörðun lítur allt út fyrir að Dalvík/Reynir muni leika í 3. deild að ári.
Árangur liðsins eru mikil vonbrigði.

Þegar knattspyrnuiðkunn var stöðvuð spratt upp mikil umræða um framtíð mótsins og félög kepptust við að senda inn sínar skoðanir á stjórn KSÍ.
Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur sendi inn erindi á formann KSÍ og hvatti stjórn KSÍ til þess að möguleikinn um fjölgun liða í deildakeppni yrði skoðaður fyrir keppnissumarið 2021, vegna óvenjulegra aðstæðna þetta sumarið.
Tillögur þess efnis hafa verið til umræðu en tíminn leiðir í ljós hvað úr verður.

Mikill kraftur er í knattspyrnustarfinu í Dalvíkurbyggð og einhugur innan félagsins að koma tvíelfdir til leiks á næsta ári.

Vonandi berast jákvæðar fréttir innan okkar herbúða á næstu dögum en undirbúningur fyrir tímabilið 2021 er hafinn og markmiðin kristaltær.

Takk fyrir stuðninginn í sumar.

Aðrar fréttir