Fiskkompaní sendir heim að dyrum

Frá og með mánudeginum 30.nóv og til áramóta ætlar Fiskkompaní Sælkeraverzlun á Akureyri að senda til Dalvíkur í samstarfi með Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis.

Versla þarf á heimasíðu þeirra, www.fiskkompani.is, og verður þjónustan í boði á mánudögum og fimmtudögum.
Sendingagjaldið er 1500 kr. og rennur það óskipt til Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis.

Panta þarf fyrir klukkan 23:59 á sunnudagskvöldi til þess að fá sendingu á mánudegi, eða þá fyrir klukkan 23:59 á miðvikudagskvöldi til þess að fá sendingu á fimmtudeginum.
Sendingar verða keyrðar í hús seinnipart dags, klárt í kvöldmatinn!

Frábær þjónusta fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar og hvetjum við fólk til þess að kynna sér málið!