Fjórir heimamenn framlengja samninga sína
Á dögunum framlengdu heimamennirnir Snorri Eldjárn Hauksson (1991), Gunnar Már Magnússon (1987), Þröstur Mikael Jónasson (1999) og Rúnar Helgi Björnsson (2000) samninga sína við Dalvík/Reyni.
Allir þessir leikmenn gera tveggja ára samninga við félagið.
Snorri Eldjárn hefur leikið yfir 170 leiki fyrir meistaraflokk Dalvíkur/Reynis og skorað í þeim 12 mörk.
Snorri, sem er fyrirliði liðsins, er gífurlega mikilvægur hlekkur og mikill karakter innan sem utan vallar.
Gunnar Már á að baki yfir 200 leiki fyrir meistaraflokk Dalvíkur og skorað 55 mörk.
Mann með stærra Dalvíkurhjarta er erfitt að finna en Gunni byrjaði ungur að leika fyrir meistaraflokk Dalvíkur og því gífurlega reynslumikill.
Þrátt fyrir ungan aldur á Þröstur Mikael yfir 60 leiki fyrir Dalvík/Reyni og skorað 6 mörk.
Þröstur hefur spilað lykilhlutverk hjá liðinu undanfarin tvö ár en hann getur leyst ýmsar stöður á vellinum.
Rúnar Helgi hefur brotið sér leið inn í lið Dalvíkur/Reynis undanfarið með miklum dugnaði og eljusemi. Rúnar hefur tekið miklum framförum en hann hefur spilað um 20 leiki fyrir Dalvík/Reyni.
Frábærar fréttir fyrir félagið okkar að okkar strákar haldi tryggð við sitt heimalið og það frábæra starf sem í gangi er hjá Dalvík/Reyni.