Flottar aðstæður á Dalvíkurvelli um helgina

Í síðustu viku var Dalvíkurvöllur mokaður af sjálfboðaliðum og kunnum við þeim bestu þakkir. Gríðarlegur snjór safnaðist upp á vellinum í desember og janúar mánuði sem erfitt var að eiga við.

Um helgina æfðu yngriflokkar félagsins á vellinum sem og meistaraflokkur. Eins komu vinir okkar frá Einherja frá Vopnafirði í heimsókn og æfðu um helgina.

Erfitt var að keyra mikinn hita á hitakerfið í desember og janúar þar sem veður var óvenju slæmt og ekki hægt að nota völlinn mikið vegna ljós-leysis. Tekin var því sú ákvörðun að keyra ekki mikinn hita á kerfið á því tímabili.

Í febrúar og mars er búið að setja nokkra leiki á Dalvíkurvöll í Lengjubikar karla og verður því líf og fjör á svæðinu næstu misseri. Dalvík/Reynir leikur 3 heimaleiki og svo er settur leikur á milli KF og Völsungs á völlinn. Eins má búast við æfingaleikjum og verkefnum hjá yngriflokkum félagsins.
Nánar má sjá um leikina á Dalvíkurvelli hér

Munur á Dalvíkurvelli! Maí 2018 og Febrúar 2020
Mynd: Jóhann Már Kristinsson

Einherji æfir á Dalvíkurvelli. Mynd: Facebooksíða Einherja

Aðrar fréttir