Flottur heimasigur í fyrsta leik á Dalvíkurvelli

Í gær tóku okkar menn í Dalvík/Reyni á móti KFG frá Garðabæ. Leikurinn var fyrsti leikur sumarsins á Dalvíkurvelli.

Dalvík/Reynir var töluvert sterkari aðilinn í fyrrihálfleik og fengu a.m.k. tvö góð marktækifæri sem ekki nýttust. Staðan var því 0-0 í hálfleik.

Í þeim síðari voru okkar menn áfram sterkari aðilinn og uppskáru mark eftir 59. mínútna leik. Nökkvi Þeyr og markvörður KFG manna lentu í samstuði eftir skógarhlaup markvarðarins og dæmd var vítaspyrna.
Snorri Eldjárn Hauksson skoraði úr spyrnunni og kom okkar mönnum 1-0 yfir. Um 10.mínútum síðar var Þresti Mikael Jónassyni, leikmanni D/R, vikið af velli með beint rautt spjald eftir að Þröstur braut af sér sem aftasti varnarmaður.
Ljóst var að róðurinn yrði þungur það sem eftir lifði leiks en 10 sprækir Dalvíkingar kláruðu verkefnið með marki á lokamínútum leiksins, en það gerði Þorri Mar Þórisson eftir frábæra skyndisókn.
Lokatölur leiksins því 2-0 sterkur heimasigur.

Dalvíkurvöllur ber þess merki að veturinn var erfiður en vallarstarfsmenn Dalvíkurvallar eiga þó hrós skilið að koma honum í leikhæft ásigkomulag. Völlurinn var erfiður viðureignar og hafði það vissuelga áhrif á leikinn.

Fín mæting var á leikinn í gær og góð stemning á pöllunum. Skemmtileg stemning er að myndast í kringum liðið okkar og í kringum ársmiðahafa. Ennþá er hægt að kaupa ársmiða hjá stjórnarmönnum eða leikmönnum liðsins.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins
Hér má sjá stöðutöflu 3.deildar karla

Myndir og myndband af helstu atvikum er væntanlegt á heimasíðuna fljótlega.

N

ÁFRAM DALVÍK/REYNIR!

Aðrar fréttir