Flottur sigur á Vopnafirði – Myndaveisla

Í gær héldu okkar menn austur á land og léku við Einherja á Vopnafirði. Spilað var við ágætar aðstæður á Vopnafirði, völlurinn blautur en nánast logn.

Fyrstu 15-20 mínútur leiksins var jafnræði á milli liðanna en eftir það tók D/R öll völd á vellinum. Okkar menn voru sterkari aðilinn að ógnuðu marki heimamanna. Fyrsta mark leiksins skoraði hinn baneitraði Nökkvi Þeyr Þórisson með frábæru skoti í fjærhornið. Staðan var því 0-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik héldu okkar menn áfram að pressa á heimamenn og á 52’mín skoraði Jóhann Örn Sigurjónsson annað mark leiksins eftir að hafa sloppið innfyrir vörn heimamanna. Hinn léttdansandi Snorri Eldjárn Hauksson skoraði svo þriðja mark okkar á 67’mínútu með glæsilegri hælspyrnu, beint frá Kólumbíu, og um leið drap hann leikinn. Eftir þetta fengu D/R góð færi sem ekki náði að nýta en lokastaða leiksins því 0-3 sannfærandi sigur okkar manna.

Leikskýrslu leiksins má sjá hér

Næsti leikur liðsins verður á Dalvíkurvelli laugardaginn 23. júní klukkan 14:00.

Hér fyrir neðan eru myndir sem Haukur Snorrason tók úr leiknum.

Aðrar fréttir