Flottur sigur í Lengjubikarnum

Í gær lék Dalvík/Reynir gegn Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjubikarnum. Leikurinn var spilaður í Boganum á Akureyri.

Leikmenn D/R komu ákveðnir til leiks og vel undirbúnir og það sást strax frá byrjun. Það má segja að Dalvík/Reynir hafi klárað leikinn á 10 mínútna kafla í fyrrihálfleik.
Fyrsta mark leiksins kom eftir um 20. mínútna leik en það var sjálfsmark eftir baneitraða hornspyrnu Fannars Daða Malmquist.
Á 23. mínútu skoraði Númi Kárason sitt fyrsta mark fyrir D/R með góðu skoti úr teignum. Á 27. mínútu kom Pálmi Heiðmann okkur í 3-0 með góðu skoti í fjærhornið.
3-0 í hálfleik.

Í þeim síðari skoraði Númi Kárason tvö mörk til viðbótar (á 51. og 67. mín) og kórónaði hann þannig þrennuna.
Pálmi Heiðmann bætti við sínu öðru marki eftir glæsilegan undirbúning á 69. mínútu og Jón Heiðar Magnússon setti síðasta mark okkar manna á 78. mínútu.
Þarna inn á milli náðu Leiknis-menn að klóra í bakkann með marki úr vítaspyrnu.

Lokatölur því 7-1 glæsilegur sigur.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins

Um næstu helgi er stefnt á æfingaleik á nýjum gervigrasvelli á Sauðárkróki. Sá leikur hefst klukkan 14:00 gegn Tindastól.
Næsti leikur í Lengjubikar er svo laugardaginn 23. mars kl 17:00 í Boganum.

ÁFRAM D/R