Flugeldasalan í fullum gangi

Flugeldasala Björgunarsveitar Dalvíkur og Knattspyrnudeildar UMFS er nú í fullum gangi.
Í ár er brugðist við breyttum aðstæðum í samfélaginu með því að bjóða upp á netsölu. Fólk getur því verslað flugeldana á netinu í gegnum heimasíðuna www.dalvik.flugeldar.is á auðveldan og þægilegan máta.

Líkt og undanfarin ár fer flugeldasala Bjögunarsveitanna fram í húsnæði Björgunarsveitarinnar við Gunnarsbraut 4 á Dalvík.
Áhersla er lögð á sóttvarnir á sölustaðnum og er m.a. sóttvarnarfulltrúi á staðnum.

Opnunartímar:
Mánud. 28. desember: 16:00 – 22:00
Þriðjud. 29. desember: 12:00 – 22:00
Miðvikud. 30. desember: 12:00 – 22:00
Fimmtud. 31. desember: 10:00 – 16:00
Þriðjud. 5. janúar 14:00 – 18:00
Miðvikud. 6. janúar 14:00 – 18:00

Flugeldasalan er gríðarlega mikilvæg fjáröflun í starfi okkar og hvetjum við fólk því til að versla flugelda og sprengja upp hið eftirminnilega ár 2020.

Dalvíkurskjálftinn
Jóhann Svarfdælingur