Fótboltinn á Dalvík í Sportabler

Á dögunum gerði barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Dalvíkur samning við vef- og snjallsímaforritið Sportabler.

Sportabler er vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum og stafsmönnum íþróttafélaga.

Mörg af stærstu félögum landsins notast við þjónustu Sportabler og er gífurlega góð og jákvæð reynsla komin á kerfið.

Áætlað er að kerfið verði komið í fulla notkun á næstu misserum og verður það sérstaklega kynnt foreldrum og iðkenndum yngriflokka knattspyrnudeildar.