Frábær heimasigur

Á laugardaginn spilaði D/R sinn fyrsta heimaleik en leikið var í Boganum á Akureyri þar sem Dalvíkurvöllur er ekki klár.

D/R byrjaði leikinn töluvert betur og voru sterkari aðilinn í fyrrihálfleik. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði fyrsta mark leiksins þegar 7.mínútur voru liðnar af leiknum með geggjuðu marki.
Jóhann Örn Sigurjónsson tvöfaldaði forystu okkar manna á 31’mín eftir frábæra sókn og staðan því 2-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik komust Ægismenn betur inn í leikinn og voru ógnandi. Vörn Dalvíkur/Reynis hélt hinsvegar vel og baráttan í liðinu til fyrirmyndar.
Angantýr Máni Gautason, sem er lánsmaður frá KA og á ættir sínar að rekja á Hauganes, setti svo þriðja mark okkar manna undir blálokinn og lokaði frábærum 3-0 heimasigri okkar manna.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins

Myndir frá leiknum og video af helstu atvikum leiksins er væntanlegt hér inn á heimasíðuna von bráðar.

Stuðningsmannafélagið Brúinn voru menn leiksins. Þvílíkir höfðingjar!

Angantýr Máni Gautason