Frábær þátttaka í facebook leik

Á dögunum fór af stað styrktarleikur á Facebook þar sem aðilar skoruðu á hvorn annan að standa þétt við bakið á íþróttaliðum í landinu.
Vaskir Dalvíkingar og stuðningsmenn knattspyrnunnar í Dalvíkurbyggð riðu á vaðið og mátti sjá áskorunina fara út um víðan völl.

Einna dýrmætast er að finna og sjá samheldnina í okkar fólki á tímum sem þessum og sendir knattspyrnudeild kærar þakkir til allra sem sáu sér fært um að leggja til fé í verkefnið.
Rúmlega 60 manns hafa nú þegar lagt styrk inn til knattspyrnudeildarinnar.

Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur ákveðið að láta féið renna til kaups á búnaði eða aðstöðu tengda nýja vellinum okkar og vonast er til þess að sem flestir njóti þannig góðs af fjármununum sem komu inn.
Þær hugmyndir verða nánar kynntar síðar.