Fyrsti heimaleikur á Dalvíkurvelli á laugardaginn

Fyrsti heimaleikur Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli þetta sumarið verður spilaður á laugardaginn næstkomandi, 9. júní.
Gestir okkar að þessu sinni eru KFG frá Garðabæ og hefst leikurinn klukkan 14:00.

Stuðningsmannafélagið Brúinn mun að sjálfsögðu mæta á svæðið og halda uppi stemningu á leiknum. Við hvetjum fólk til þess að mæta á leikinn!

Ársmiðasala D/R er í fullum gangi en hægt er að panta ársmiða hjá öllum leikmönnum liðsins, en einnig er hægt að hafa samband við Hauk Snorrason, stjórnarmann D/R, eða senda tölvupóst á dalviksport@dalviksport.is

ÁFRAM D/R