Fyrsti heimaleikur!

Á laugardaginn n.k. (18. maí) mun Dalvík/Reynir leik sinn fyrsta heimaleik. Að þessu sinni verður leikið í Boganum á Akureyri þar sem framkvæmdir á Dalvíkurvelli standa yfir.
Leikurinn hefst klukkan 18:30.

Gestir okkar verða Leiknir frá Fáskrúðsfirði en Leiknismenn hafa byrjað tímabilið með tveim jafnteflum gegn ÍR og Víði Garði.
Leiknismenn eru gífurlega vel mannað lið og miklu til kostað í leikmannahóp þeirra.

Okkar menn verða klárir í slaginn á laugardaginn kemur og hvetjum við fólk til þess að mæta í Bogann og styðja okkar menn til sigurs!

Áfram Dalvík/Reynir
Hugrekki – Samheldni – Vinnusemi – Virðing