Fyrsti leikur í Lengjubikar í dag

Í dag, sunnudaginn 23.feb, fer fram fyrsti leikur okkar manna í Lengjubikarnum þetta árið.
Leikið er gegn Völsungi og fer leikurinn fram á gervigrasvellinum á Húsavík klukkan 16:00.

Búast má við skemmtilegum leik þar sem nokkur ný andlit munu leika sína fyrstu opinberu leiki í treyju Dalvíkur/Reynis.
Um er að ræða unga og spennandi leikmenn sem fá tækifæri til að sýna sig og sanna í Lengjubikarnum.

Við hvetjum fólk til þess að mæta á völlinn og styðja okkar menn.

Áfram Dalvík/Reynir!