Fyrsti vinningur í happdrættinu genginn út

Handhafi af happdrættismiða númer 533, sem hlaut fyrsta vinning í Páskahappdrætti Knattspyrnudeildar Dalvíkur er fundinn.
Í dag mættu þeir feðgar Sigurður Rúnar Sigurðsson og Vilhjálmur Sigurðsson, 13 ára Akureyringur, og náðu í Segway offroad hjólið sitt sem var í boði Samleið ehf.

Þeir feðgar voru sannarlega himinlifandi með nýju græjuna sína og lofðu að kaupa aftur miða á næsta ári.

Ennþá eru örfáir ósóttir happdrættisvinningar og hvetjum við fólk til að kíkja vel á miðann sinn. Ef vinningur leynist á miðanum – hafið þá samband við einhvern stjórnar- eða leikmann Dalvíkur/Reynis eða sendið skilaboð í gegnum facebook síðu félagsins.

Hér fyrir neðan má sjá vinningshafa.