Gianni semur við Dalvík/Reyni

Þær frábæru fréttir voru að berast að Joan De Lorenzo Jimenez, betur þekktur sem Gianni, hefur skrifað undir nýjan samning við Dalvík/Reyni og mun hann því leika með liðinu í 2. deildinni í sumar.

Gianni kom til liðs við Dalvík/Reyni á síðasta tímabili og lék hann stórt hlutverk í sóknarleik liðsins.
Gianni býr yfir mikilli sköpunargáfu sem og boltatækni og færði hann liði Dalvíkur/Reynis mikið á síðasta tímabili.

Gianni er væntanlegur til landsins á næstu misserum.

„Það eru frábærar fréttir fyrir okkur að Gianni ákvað að snúa aftur til Dalvíkur og taka slaginn með okkur í sumar. Honum leið vel á Dalvík og hugur hans leitaði aftur til okkar. Hann er frábær leikmaður, karakter og leiðtogi í okkar hóp. Hann býr yfir ákveðnum einstaklingsgæðum sem geta gert herslumuninn“ sagði Óskar Bragason þjálfari D/R.

Velkominn til baka Gianni!