Gulli Rafn skrifar undir samning

Dalvíkingurinn efnilegi, Gunnlaugur Rafn Ingvarsson (fæddur 2003), skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Dalvíkur.

Gulla þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum liðsins en hann vann sér fast sæti í liði Dalvíkur/Reynis undir lok síðasta sumars og stóð sig með mikilli prýði.
Gulli var svo valinn efnilegasti leikmaður liðsins undir lok tímabils.

Gulli, sem er grjótharður miðjumaður, hefur leikið í yngriflokkum hjá KA undanfarin ár og safnað dýrmætri reynslu í bankann.
Í fyrravetur fór hann á reynslu til liða í Noregi og vakti þar athygli.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum unga, efnilega og grjótharða Dalvíking á næstu árum.

Aðrar fréttir