Gunnar Eiríksson nýr formaður B&U

Gunnar Eiríksson hefur tekið við sem formaður Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Dalvíkur. Hann tekur við formennskunni af Margréti Magnúsdóttur sem hefur verið formaður B&U undanfarin ár.

Gunnar er fólki vel kunnugur og hefur hann starfað töluvert í kringum félagið, bæði meistaraflokk sem og barna- og unglingaráð.
Gunni (fæddur 1981) er mikill fótboltaáhugamaður mun halda áfram að leiða stjórn barna- og unglingaráðs en gróska er í starfi barna- og unglingaráðs og spennandi tímar eru framundan hjá félaginu.
Hér er hægt að sjá stjórn Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Dalvíkur

Knattspyrnudeild Dalvíkur þakkar Margréti kærlega fyrir hennar störf í þágu félagsins. Hún hefur staðið sig frábærlega fyrir félagið okkar og óskum við henni velfarnaðar í hennar verkefnum.
Vonandi sjáum við hana sem allra fyrst aftur!