Gunnar Már í Dalvík/Reyni (STAÐFEST)

Þær gleðifréttir voru að berast að Gunnar Már Magnússon hefur samið við Dalvík/Reyni og mun hjálpa liðinu í þeirri baráttu sem er framundan í 3. deildinni.

Gunnar þarf vart að kynna en hann kemur til liðs við D/R frá 4. deildarliði Hvíta Riddarans þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Gunnar, sem er fæddur 1987, er reynslumikill miðju- og varnarmaður og að sjálfsögðu Dalvíkingur í húð og hár.

Gunni er leikjahæsti leikmaður Dalvíkur/Reynis frá upphafi en hann hefur leikið 181 leik fyrir D/R og skorað 53 mörk en síðast spilaði hann með D/R sumarið 2015. Þar að auki lék hann 15 leiki fyrir meistaraflokk Leiftur/Dalvíkur á sínum tíma.

Gunni er mikill karakter og mann með stærra Dalvíkurhjarta er erfitt að finna. Hann mun því passa vel inn í hópinn og þá stemningu sem myndast hefur í kringum liðið okkar. Gunnar mun aðstoða okkar ungu og efnilegu leikmenn í því að taka næstu skref og bjóðum við Gunna því hjartanlega velkominn heim á Dalvík.

Gunni er kominn með leikheimild og verður því tilbúinn í slaginn á Dalvíkurvelli á sunnudaginn kemur kl 16:30 þegar Sindra-menn mæta í heimsókn.

ÁFRAM D/R

Aðrar fréttir