Gunnlagur Rafn til Noregs á reynslu

Dalvíkingurinn knái Gunnlaugur Rafn Ingvarsson er um þessar mundir við æfingar hjá norska félaginu Bærum SK.
Gulli mun einnig æfa með Hönefoss í Noregi.
Vefmiðillinn fótbolti.net fjallaði um málið í vikunni

Gulli, sem er miðjumaður á 17 aldursári, hefur verið í æfingahóp meistaraflokks Dalvíkur/Reynis í töluverðan tíma og spilað alla leiki liðsins nú í vetur.

Gulli hefur æft með 4., 3. & 2. flokki KA undanfarin ár. Til gamans má geta að Gulli tryggði KA Bikarmeistaratitil Norður-Austurlands sumarið 2018 í 3. flokki.

Fyrir þá sem ekki vita þá eru foreldrar Gulla þau Eyrún Rafns og Ingvar Örn Sigurbjörnsson.

Frábært tækifæri fyrir þennan unga og efnilega leikmann og óskum við honum góðs gengis!

Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
Gulli Rafn: Dalviksport.is

mynd: KA.is

Aðrar fréttir