Gunnlagur Rafn til Noregs á reynslu
Dalvíkingurinn knái Gunnlaugur Rafn Ingvarsson er um þessar mundir við æfingar hjá norska félaginu Bærum SK.
Gulli mun einnig æfa með Hönefoss í Noregi.
Vefmiðillinn fótbolti.net fjallaði um málið í vikunni
Gulli, sem er miðjumaður á 17 aldursári, hefur verið í æfingahóp meistaraflokks Dalvíkur/Reynis í töluverðan tíma og spilað alla leiki liðsins nú í vetur.
Gulli hefur æft með 4., 3. & 2. flokki KA undanfarin ár. Til gamans má geta að Gulli tryggði KA Bikarmeistaratitil Norður-Austurlands sumarið 2018 í 3. flokki.
Fyrir þá sem ekki vita þá eru foreldrar Gulla þau Eyrún Rafns og Ingvar Örn Sigurbjörnsson.
Frábært tækifæri fyrir þennan unga og efnilega leikmann og óskum við honum góðs gengis!