Gunnlaugur Bjarnar semur við Dalvík/Reyni
Miðjumaðurinn knái, Gunnlaugur Bjarnar Baldursson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis.
Gulli, sem er fæddur árið 1992, hefur æft og spilað með liði Dalvíkur/Reynis í vetur en hann kemur til liðs við D/R frá Einherja á Vopnafirði.
Gunnlaugur er uppalinn Vopnfirðingur en hann á yfir 130 leiki fyrir Einherja og skorað í þeim 50 mörk.
“Gulli hefur heillað okkur mikið í vetur og sýnt að hann er flottur leikmaður. Einnig sjáum við að karakterinn smell passar inn í okkar leikhóp og það umhverfi sem félagið vill standa fyrir. Gulli hefur ákveðna eiginleika sem okkur vantaði í okkar leik og það verður gaman að sjá Gulla á fullri ferð í bláu treyjunni í sumar” sagði Óskar Bragason, þjálfari Dalvíkur/Reynis.