Gunnlaugur Rafn á úrtaksæfingar U16

Dalvíkingurinn knái Gunnlaugur Rafn Ingvarsson hefur verið valinn í hóp ungra leikmanna sem taka þátt í úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins. Þjálfari U16 landsliðs Íslands er Davíð Snorri Jónasson.
Æfingarnar fara fram helgina 26. – 28. október í Kórnum og Egilshöll.

Þetta eru ekki fyrstu verkefnin sem Gulli tekur þátt í og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.
Gulli Rafn, sem er sonur Eyrúnar Rafns og Ingvars, hefur undanfarið leikið undir merkjum KA ásamt fleirum Dalvískum drengjum.

Í sumar starfaði Gulli m.a. sem aðstoðarþjálfari yngriflokka Dalvíkur og æfði nokkrar æfingar með meistaraflokk Dalvíkur/Reynis.