Heimaleikur á laugardaginn

Þá er komið að næsta heimaleik Dalvíkur/Reynis en það er gegn Vængjum Júpíters. Leikurinn er á laugardaginn 23. júní og hefst klukkan 14:00 á Dalvíkurvelli.

Dalvík/Reynir kemur á góðu skriði inn í þennan leik en liðið hefur haldið markinu hreinu í síðustu tveim leikjum. Leikmenn liðsins eru staðráðnir í því að halda áfram á sigurbraut og á Dalvíkurvelli fær enginn neitt ókeypis.

Fyrir tímabil var Vængjum Júpíters spáð góðu gengi í deildinni. Eftir erfiða byrjun hefur liðið verið að rétta úr kútnum og hafa þeir unnið síðustu tvo leiki. Í síðustu umferð unnu þeir gífurlega sterkan 2-1 sigur á KH.
Vængir Júpíters eru í samstarfi með Pepsí-deildarliði Fjölnis og er liðið því byggt upp að stórum hluta á ungum og efnilegum leikmönnum.

Ljóst er að þetta verður hörku leikur og hvetjum við fólk til að mæta á völlinn, versla sér Lemon samloku og hvetja okkar menn til sigurs!

ÁFRAM D/R