HM framlag til aðildarfélaga KSÍ

Fyrr á árinu tilkynnti KSÍ að 200 mkr. yrði úthlutað á árinu til aðildarfélaga KSÍ sem sérstak HM framlag. Nú hefur stjórn KSÍ gert það opinbert hvernig greiðslurnar skiptast.

Knattspyrnudeild Dalvíkur fær í sinn hlut rúmlega 1,6 mkr. frá í HM framlagi frá KSÍ. Engar kvaðir liggja fyrir um noktun á þessum fjármunum en stjórn KSÍ beinir eftirfarandi tilmælum til félaga:
“Þess er vænst að þeim verði ráðstafað til verkefna sem skili bættu starfi til lengri tíma. Þannig gefst tækifæri til að byggja betur undir framtíðar landsliðsfólk Íslands og stuðla þannig að enn betri líkum á þátttöku Íslands í úrslitakeppnum karla og kvenna á komandi árum hvort heldur er heimsmeistaramótum eða Evrópukeppnum.”

Reikninreglan byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum sl. 2 ár, 2017 og 2018, en við síðustu úthlutun var miðað við árin 2014-2016. Félögum er skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög í deildarkeppni, sem eru með unglingastarf og hins vegar félög sem ekki standa fyrir barna- og unglingastarfi. Félögin með unglingastarf, sem eru alls 47, fá liðlega 198,5 mkr. sem skiptast eftir gefnum stigum sem miðast við stöðu í deildum á áðurnefndu tímabili. Félögum án unglingastarfs, sem eru 30, er úthlutað alls tæplega 1,7 mkr. Aðferðafræðin er því sambærileg því sem viðhöfð var árið 2016.

Hér má sjá listann yfir úthlutun fjármunana í heild

Aðrar fréttir