Höldur og Knattspyrnudeild framlengja samstarf

Á dögunum var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Höldur ehf – Bílaleiga Akureyrar og Knattspyrnudeildar Dalvíkur.

Höldur – Bílaleiga Akureyrar verður því áfram auglýstur sem einn af styrktaraðilum Knattspyrnudeildar Dalvíkur og mun því farsælt samstarf beggja aðila halda áfram næstu tvö árin.

Það er okkur gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki eins og Höldur sjái sér fært um að standa við bakið á íþróttaliðum í landinu og sýni af sér mikla samfélagslega ábyrgð.
Fyrir það erum við gríðarlega þakklátir.

Aðrar fréttir