Ingólfur Árnason í D/R (STAÐFEST)

Ingólfur Árnason hefur gert tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis og mun því leika með liðinu næstu tvö ár.
Ingólfur, sem er 25 ára miðjumaður, ætti að vera Dalvíkingur vel kunnugur því hann lék með liðinu árið 2.deild árið 2013 við góðan orðstír. Það sumar lék Ingó 23 leiki fyrir D/R og skoraði í þeim 3 mörk.
Ingólfur kemur til liðs við D/R frá Huginn Seyðisfirði, þar sem hann hefur leikið frá árinu 2014. Ingólfur hefur verið einn af lykilmönnum í uppsveiflunni á Seyðisfirði en samtals á hann um 96 meistaraflokksleiki og 13 mörk.

„Ingó kemur með góða reynslu úr 1. og 2.deild inn í hópinn okkar og mun án efa hjálpa okkar ungu og efnilegu strákum. Hann kemur inn með ákveðna eiginleika og gæði í hópinn okkar. Það er jákvætt að sjá að hann gerir tveggja ára samning við félagið okkar sem sýnir traust við þá framtíðarsýn sem D/R hefur sett sér“, segir Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari D/R í samtali við heimasíðuna.

Við bjóðum Ingó velkominn í D/R!
Hugrekki – Samvinna – Vinnusemi – Virðing