ÍR á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 4.júlí, munu okkar menn í Dalvík/Reyni leggja land undir fót og leika gegn ÍR í Breiðholtinu.
Leikurinn hefst klukkan 17:30 og hvetjum við stuðningsmenn okkar á höfuðborgarsvæðinu til þess að mæta á leikinn.

ÍR-ingar féllu úr Inkasso-deildinni í fyrra á eftirminnilegan hátt. Þeir eru að byggja upp nýtt lið og sitja í 9. sæti 2.deildar með jafnmörg stig og Dalvík/Reynir og sömu markatölu!

ÍR-ingar skiptu um þjálfara fyrir skömmu síðan en í síðustu umferð tapaði liðið 1-0 á útivelli gegn Víði Garði.

Okkar menn koma hungraðir í sigur en ljóst er að um hörku slag verður að ræða.

ÁFRAM DALVÍK/REYNIR