Jafnt gegn Hetti/Huginn

Í gær léku okkar menn í Dalvík/Reyni gegn sameiginlegu liði Hattar og Hugins. Leikurinn var hluti af B-riðli Kjarnafæðismótsins.
Fyrir leikinn voru liðið jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

Höttur/Huginn komst 1-0 yfir þegar leikurinn var aðeins 13 mínútna gamall. Leikmenn D/R áttu ágætis kafla en náðu ekki að ógna marki andstæðinganna nógu markvisst.
Staðan í hálfleik því 1-0.

Í þeim síðari voru okkar menn sterkari aðilinn og uppskáru jöfnunarmark á 56’mín. Það mark gerði Jóhann Örn Sigurjónsson.
á 74′ mínútu náðu Hattar&Hugins menn hinsvegar aftur forystu. Sú forysta dugði hinsvegar ekki lengi því aðeins tveim mínútum seinna þrumaði Jón Heiðar Magnússon boltanum í stöngina og inn, glæsilegt mark! Eftir þetta áttu liðsmenn D/R góð marktækifæri sem ekki nýttust.

Leiknum lauk því með 2-2 jafntefli.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins

Hér má sjá stöðuna í riðlinum

Næsti leikur okkar manna er á föstudaginn(25. jan kl 21:00) gegn KF.