Jafntefli fyrir austan

Okkar menn léku í dag við Fjarðabyggð á Eskifirði í dag. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru erfiðar því töluverð rigning hefur verið á austurlandi og var völlurinn eftir því.

Númi Kárason gerði fyrsta mark leiksins á 50 mínútu leiksins, en stuttu síðar fékk leikmaður Fjarðabyggðar beint rautt spjald.
Leikmenn KFF náðu hinsvegar að jafna metin á 73 mínútu og þannig enduðu leikar.
1-1 jafntefli í erfiðum leik fyrir austan.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins

Tveir leikir eru eftir af tímabilinu hjá Dalvík/Reyni:

  • Lau 14. sept kl. 14:00. D/R – ÍR. Dalvíkurvöllur (síðasti heimaleikur)
  • Laugardaginn 21. sept kl. 14:00. Víðir G. – D/R. Nesfisk-völlurinn.