Jafntefli í fyrsta leik í Kjarnafæðismótinu

Dalvík/Reynir lék sinn fyrsta leik í Kjarnafæðismótinu gegn Þór Akureyri. Leikið var sem fyrr í Boganum á Akureyri.

Leikurinn endaði með 0-0 jafntefli.
Okkar menn spiluðu sterkann varnarleik allar 90. mínúturnar en Þórsarar voru töluvert meira með boltann án þess þó að skapa sér mörg alvöru marktækifæri.

Marga lykilleikmenn vantaði í lið Dalvíkur/Reynis en nokkur ný andlit voru að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins

Næsti leikur okkar manna er strax á fimmtudaginn 19. desember, þá gegn Magna Grenivík.

Mynd: Páll Jóhannesson – Thorsport.is
Mynd: Páll Jóhannesson – Thorsport.is
Mynd: Páll Jóhannesson – Thorsport.is