Jafntefli í fyrsta leik

Í gær héldu okkar menn í Vogana og léku þar sinn fyrsta leik í 2.deild sumarið 2019. Lið Þróttara V. er gífurlega vel mannað og öflugt lið og eru þeir með sterkan heimavöll.
Aðstæður voru til fyrirmyndar á Vogaídýfuvellinum, sól og völlurinn í topp ásigkomulagi. Örlítill vindur setti þó svip sinn á leikinn.

Leikurinn byrjaði rólega, bæði lið að þreifa fyrir sér og leikmenn varkárir. Þróttur Vogum komst hinsvegar yfir á 11. mínútu með marki úr vítaspyrnu.
Dalvík/Reynir var ekki lengi að svara því strax á 20. mínútu var brotið á fyrirliða liðsins, Snorra Eldjárn, og réttilega dæmd vítaspyrna. Úr henni skoraði Borja López Laguna og jafnaði leikinn.
Okkar menn voru töluvert sterkari aðilinn í fyrrihálfleik, með vindinn í bakið, en fleiri urðu mörkin ekki.
1-1 í hálfleik.

Í þeim síðari snérist leikurinn við. Þróttarar voru meira með boltann og Dalvíkingar vörðust vel.
Fátt markvert gerðist í leiknum þangað til að Jóhann Örn Sigurjónsson kom okkar mönnum yfir á 88.mínútu leiksins eftir flotta sókn. Jóhann virtist þar vera að tryggja okkur dýrmæt 3 stig.
Það var því miður ekki raunin því á lokamínútu leiksins náðu Þróttarar að jafna metin eftir slagsmál í teignum.

Lokastaða því 2-2 jafntefli.

Hér má sjá leikskýrlu leiksins

Á facebooksíðu Þróttar Vogum má finna myndaveislu úr leiknum. Við tökum okkur það bessa leyfi að birta nokkrar myndir:

mynd: Þróttur V. facebook

mynd: Þróttur V. facebook

mynd: Þróttur V. facebook

mynd: Þróttur V. facebook

mynd: Þróttur V. facebook

mynd: Þróttur V. facebook