Jako tilboðsdagar á Dalvík

Fimmtudaginn, 8. ágúst, frá 17:30 – 19:00 fáum við Jako-menn í heimsókn til okkar og verður tilboðsdagur af Dalvíkur fatnaði í litla salnum í Íþróttamiðstöðinni (gömlu ræktinni).

Hægt er að máta og panta flíkur, mismunandi hvort hægt sé að fá afhent á staðnum eða sent heim 10-14 dögum seinna.

Einnig verða þeir með allskyns Jako föt á brunaútsölu. Við eigum í frábæru samstarfi við Jako sem við ætlum okkur að halda í næstu árin og því tilvalið að skoða föt fyrir veturinn eða næsta sumar.

Við hvetjum fólk til þess að mæta á svæðið og nýta sér þetta frábæra tækifæri!

Hér að neðan má sjá auglýsingu frá Jako þar sem verðdæmi og annað koma fram!