Jóhann Hreiðarsson nýr aðstoðarþjálfari D/R

Jóhann Hilmar Hreiðarsson hefur verið ráðinn sem nýr aðstoðarþjálfari Dalvíkur/Reynis fyrir komandi tímabil og hefur hann nú þegar hafið störf.
Jói hefur undanfarin ár þjálfað hjá Val, en þar var hann þjálfari 2.flokk karla ásamt afreksakademíu félagsins.

Jóa þarf vart að kynna fyrir Dalvíkingum og stuðningsmönnum liðsins. Hann hefur leikið í rúmlega 115 leiki fyrir félagið og skorað í þeim í 40 mörk. Þar fyrir utan lék hann með Val í efstu deild, ásamt Þrótti og Víking Reykjavík.
Jói var þjálfari Dalvíkur/Reynis tímabilið 2009 og svo aðstoðarþjálfari tímabilin 2010, 2011, 2014 & 2015.

Jói kemur inn í þjálfarateymið við hlið Óskars Bragasonar sem er að fara inn í sitt annað tímabil með liðið.

Velkominn heim Jói!

Hugrekki – Samheldni – Vinnusemi – Virðing

Jóhann Hreiðarsson, nýr aðstoðarþjálfari D/R