Jóhann Már Kristinsson þjálfar m.fl kvenna

Mikill kraftur og spenna ríkir í kringum meistarflokk kvenna en Dalvík/Reynir sendir fram lið í  meistaraflokk kvenna í fyrsta skipti í áratugi.

Jóhann Már Kristinsson hefur verið ráðinn þjálfari liðsins og mun hann stýra stelpunum í 2.deild kvenna næsta sumar.

“Stjórn m.fl. kvenna fagnar því mikið að hafa náð samkomulagi við Jóhann Má um þjálfun liðsins í sumar. Jói hefur þjálfað mikið í yngri flokkum og meistaraflokk karla, því var tilvalið að fá hann til liðs við okkur, við erum spenntar fyrir þessu samstarfi og mikil tilhlökkun fyrir komandi leiktíð”, segir Jóna Gunna formaður kvennaráðs.

Liðið hefur hafið æfingar og er komin ágætis mynd á leikmannahópinn næsta sumar.

 

 

Aðrar fréttir