Jói og Peddi láta af störfum

Jóhann Hilmar Hreiðarsson og Pétur Heiðar Kristjánsson hafa óskað eftir því við stjórn Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis að láta af störfum sem þjálfarar meistaraflokks.

Þeir félagar hafa nú þjálfað liðið undanfarin tvö tímabil og stýrðu liðinu í annað sætið á þessu tímabili, sem tryggði sæti í 2. deild að ári.

Stjórn knattspyrnudeildar vill nota tækifærið og þakka þeim fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskum þeim velfarnaðar í komandi framtíð.

Leit af eftirmanni þeirra er nú þegar hafin og vonumst við til að geta fært fréttir sem allra fyrst.

Aðrar fréttir