Jólabingó

Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Dalvíkur heldur sitt árlega JólaBingó á miðvikudaginn 5. desember.
Bingóið fer fram í sal Dalvíkurskóla og hefst klukkan 17:00.

Spjaldið kostar litlar 500 kr. og sjoppa er á staðnum.

Fjöldinn allur af veglegum vinningum og að sjálfsögðu allir í jólaskapi.

Ath. enginn posi á svæðinu.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna á JólaBingó UMFS Dalvíkur.