Kára menn í heimsókn á sunnudag

Sunnudaginn n.k. (25. ágúst) koma Kára-menn frá Akranesi í heimsókn á Dalvíkurvöll.
Leikurinn hefst klukkan 15:00.

Kára menn eru með flott lið en þeir standa í harðri baráttu í neðrihluta deildarinnar. Undanfarið hafa þeir verið að ná í ágætis úrslit en þeir hafa aðeins tapað einum leik í síðustu fjórum umferðum.

Liðsmenn D/R hafa ennþá tækifæri á að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar. Eins og sjá má í stöðutöflunni hér að neðan þá er deildin gífurlega jöfn og skemmtileg og mikil spenna framundan!

Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á Dalvíkurvöll!

ÁFRAM DALVÍK/REYNIR!