Kelvin Sarkorh framlengir samning sinn

Kelvin Wasseh Sarkorh, varnarmaðurinn knái, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis. Samningur hans gildir nú út tímabilið 2020.

Kelvin hefur sýnt það og sannað hversu öflugur leikmaður hann er og frábær karakter innan sem utan vallar.
Kelvin hefur í tvígang verið valinn leikmaður tímabilsins hjá Dalvík/Reynir og er hann liðinu gífurlega mikilvægur.

Frábærar fréttir og við óskum Kelvin til hamingju með nýja samninginn!