Kelvin Sarkorh í Dalvík/Reyni (STAÐFEST)

Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis hefur samið við Bandaríska varnarmanninn Kelvin Sarkorh um að leika með liðinu næsta sumar.

Kelvin, sem er 25 ára gamall, var hér á landi fyrr í vetur og fangaði hann athygli þjálfara og stjórnar.
Kelvin er líkamlega sterkur og kraftmikill varnarmaður en hann er fæddur í Líberíu en fluttist ungur til Bandaríkjanna. Hann hefur leikið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum við góðan orðstír.

Kelvin er væntanlegur til landins í lok mánaðarins og nær því síðustu leikjum liðsins í Lengjubikarnum.

Kelvin er annar erlendi leikmaðurinn sem semur við liðið en markvörðurinn John Connolly er nú þegar kominn til landsins.

#WelcomeKelvin

⚽  Áfram D/R  ⚽

Aðrar fréttir