Kjarnafæðismótið: Dalvík/Reynir – KF á föstudagskvöldið

Föstudagskvöldið 25. janúar munu Dalvík/Reynir og KF mætast í Kjarnafæðismótinu. Leikurinn hefst klukkan 21:00 og spilað verður sem fyrr í Boganum á Akureyri.

Dalvík/Reynir eru á toppi riðilsins ásamt Hetti/Huginn með 7 stig, en KF eru með 3 stig í riðlinum.
Nokkur ný andlit hafa spilað með D/R í mótinu til þessa og hafa þeir leikmenn heilt yfir staðið sig vel. Fróðlegt verður því að fylgjast með framhaldinu á leikmannamálum liðsins.

Ljóst er að um hörku leik verður að ræða og hvetjum við fólk til þess að gera sér ferð í Bogann.

Hér má sjá stöðuna í riðlinum