Kjarnafæðismótið: Dalvík/Reynir leikur á morgun

Dalvík/Reynir leikur gegn ný sameinuðu liði Hugins og Hattar í Kjarnafæðismótinu á sunnudaginn n.k.
Leikið verður í Boganum á Akureyri og hefst leikurinn kl. 17:15.

Bæði lið eru með fullt hús stiga í riðlinum og ljóst er að þetta verður hörku leikur.

Dalvík/Reynir vann ágætan 3-1 sigur á ungu og spræku liði KA-manna. Okkar menn í D/R eru í þéttu prógrammi þessa daganna þar sem liðið á þrjá leiki á níu dögum í Kjarnafæðismótinu.

Við hvetjum fólk til að kíkja í Bogann á sunnudaginn.

Hugrekki – Samvinna – Vinnusemi – Virðing

Aðrar fréttir