Kjarnafæðismótið: Jafntefli gegn KF

Í gærkvöldi léku Dalvík/Reynir og KF í Kjarnafæðismótinu. Leikurinn byrjaði klukkan 21:00 og stóð fram undir miðnætti!

Leikurinn var hinn fjörugasti, hasar og mörk, eins og nágrannaslagir gerast bestir.
Leiknum endaði með 3-3 jafntefli en liðsmenn D/R jöfnuðu metin á lokasekúndum leiksins.

Fannar Daði Malmquist Gíslason kom okkar mönnum yfir strax eftir 7 mínútur. KF menn náðu að jafna fljótlega með marki eftir hornspyrnu en Fannar Daði kom okkur aftur í forystu með sínu öðru marki á 22 mínútu.
KF menn neituðu að gefast upp og jöfnuðu aftur strax á 24 mínútu, aftur úr horni.
Staðan í hálfleik 2-2.

Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur þangað til á lokamínútum leiksins. KF menn virtust vera gera sigurmark leiksins á 90 mínútu en liðsmenn D/R svöuðu þá í uppbótartíma en þar var að verki Jón Björgvin Kristjánsson.

Lokastaða því 3-3 jafntefli.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins

Næsti leikur D/R er gegn Tindastól, 9.feb kl 16:15.

Áfram Dalvík/Reynir

Hugrekki – Samvinna – Vinnusemi – Virðing

Aðrar fréttir